Keflvíkingar sigursælir á Norðurlandamóti í taekwondo
Eyþór Jónsson vann til gullverðlauna í -73 kg flokki unglinga á Norðurlandamóti í taekwondo sem fram fór í Helsinki um helgina. Andri Sævar Arnarsson vann einnig gullverðlaun í -59 kg flokki unglinga.
Keflvíkingar áttu fimm keppendur á mótinu, þá Eyþór Jónsson, Andra Sævar Arnarsson, Daníel Arnar Ragnarsson, Ágúst Kristinn Eðvarðsson og Kristmund Gíslason. Helgi Rafn Guðmundsson, þjálfari þeirra var einnig með í för og var mótið jafnframt fjölmennasta Norðurlandamót sögunnar en tæplega fjögurhundruð nemendur tóku þátt í því.
Kristmundur Gíslason vann til silfurverðlauna í -80 kg flokki fullorðna, sem var jafnframt stærsti flokkurinn á mótinu. Daníel Arnar og Ágúst Kristinn duttu úr leik í fyrstu umferð en börðust samt sem áður vel.
Fjöldi Íslendinga náði á pall á mótinu.