Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Keflvíkingar sigruðu Toulon
Miðvikudagur 10. desember 2003 kl. 21:22

Keflvíkingar sigruðu Toulon

Keflvíkingar sigruðu franska liðið Toulon í Keflavík í kvöld, 82:78 í bikarkeppni Evrópu í körfuknattleik. Eftir fyrsta leikhluta voru frakkarnir með yfirhöndina, 27:29 en þegar skammt var eftir af fyrri hálfleik voru heimamenn með tveggja stiga forskot 44:39. Í lok fyrri hálfleiks skoruðu frakkarnir sjö stig. Staðan í hálfleik var 44:46. Frakkarnir leiddu leikinn í upphafi seinni hálfleiks og í upphafi fjórða leikhluta var staðan 62:69. Þegar tvær og hálf mínúta var eftir af leiknum var staða 73:76 en Keflvíkingar skoruðu þá 9 stig gegn 2 og tryggðu sér sigur 82:78. Keflvíkingar eru í toppsæti B riðils vesturdeildarinnar.

 

VF-ljósmynd/Hilmar Bragi: Úr leik Toulon og Keflavíkur í kvöld.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024