Keflvíkingar sigruðu toppliðið
Keflvíkingar skelltu toppliði Snæfells á heimavelli þegar liðin áttust við í Domino's deild kvenna í körfubolta í dag. Niðurstaðan 75-67 þar sem Keflvíkingar reyndust sterkari á lokasprettinum. Melissa Zorning skoraði 30 stig fyrir heimakonur og Sandra Lind var með 12 stig. Keflvíkingar eru í fjórða sæti deildarinnar með 10 stig líkt og Valur sem á leik til góða.