Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sunnudagur 3. mars 2002 kl. 19:46

Keflvíkingar sigruðu „Skallana“

Keflvíkingar áttu ekki í erfiðleikum með Skallagrím frá Borganesi í kvöld í úrvalsdeild karla í körfuknattleik og sigruðu í leiknum 128:92. Damon Johnson var bestur í annars mjög góðu liði heimamanna með 28 stig.Keflvíkingar byrjuðu leikinn á fullum krafti og komust í 20:2. Eftir það var aldrei spurning hvor liðið myndi sigra heldur einungis hve stór sigurinn yrði. Keflvíkingar héldu áfram að auka forskotið jafnt og þétt og í hálfleik var staðan 73:43. Í seinni hálfleik var það sama uppi á teningnum því heimamenn voru að spila mörgum klössum fyrir ofan gestina og endaði leikurinn 128:92. Allir voru að spila vel fyrir Keflavík, þá sérstaklega í sókn en varnarleikurinn var ekki sá besti.
Damon Johnson var stigahæstur með 28 stig og 6 fráköst, Gunnar Einarsson og Magnús Gunnarsson voru með sín 19 stigin hvor , Gaui Skúla og Gunni Stef settu niður 14 og svo var Jón Hafsteinsson með 11 stig og 8 fráköst en aðrir voru með minna. Keflvíkingar eru því enn efstir í deildinni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024