Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Föstudagur 1. febrúar 2002 kl. 22:09

Keflvíkingar sigruðu í nágrannaslagnum

Keflvíkingar sigruðu Njarðvíkinga 85:80 í kvöld í úrvalsdeild karla í körfu. Staðan í hálfleik var 39:40.Leikurinn var jafn og spennandi allt frá fyrstu mínútu og greinilegt að bæði lið ætluðu að selja sig dýrt. Það voru þó Keflvíkingar sem höðu betur á lokamínútunum og sigruðu verðskuldað. Hvorugt liðið var að spila sinn besta leik en hjá Keflvíkingum var Damon með 14 stig og 20 fráköst og Gaui Skúla var með 18 stig. Hjá Njarðvík voru Brenton Birmingham með 20 stig og Frikki Stefáns með 10 stig og 14 fráköst bestu menn.
Þess má geta að Davíð Jónsson átti skínandi leik fyrir lið Keflavíkur í síðasta leikhluta og skoraði þá 9 stig og stjórnaði leiknum eins og herforingi.
„Það er frábært að vinna Njarðvík og ná að hefna okkar frá síðasta leik. Við vorum ekki að spila vel en okkur tókst þó að sigra og það skiptir mestu máli“
Þú varst mjög góður í restina eitthvað sérstakt sem þú lagðir upp með?
„Nei bara að koma inná og gera mitt besta og það gekk ágætlega þannig að ég er bara sáttur. Ég náði að stríða þeim aðeins með því að keyra að körfunni og þeir réðu bara ekkert við það (hlær)“.„Nú er þessi leikur búinn og við verðum bara að fara hugsa um næsta leik“
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024