Keflvíkingar sigruðu í Ljónagryfjunni
Keflvíkingar unnu Njarðvíkinga í Domino´s deild karla í körfubolta í Ljónagryfjunni í kvöld, en leikurinn sem var æsispennandi allan tímann endaði 81-85. Keflvíkingar gáfust aldrei upp og reyndust sterkari á lokasprettinum.
Reggie Dupree var lykilmaður í liði Keflvíkinga í kvöld en hann var með 23 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar. Í liði Njarðvíkinga var Terrell Vinson stigahæstur en hann var með 24 stig, 12 fráköst og 5 stoðsendingar.
Heimamenn í Njarðvík leiddu 22-13 eftir fyrsta leikhluta en Keflvíkingar áttu öflugar tíu mínútur í öðrum leikhluta og minnkuðu muninn í 43-42 í hálfleik.
Þegar þriðja leikhluta lauk var staðan 63-58 fyrir heimamönnum. Í fjórða leikhluta jafnaði Reggie Dupree leikinn af vítalínunni 72-72 þegar tvær mínútur voru til leiksloka. Keflvíkingar héldu baráttunni svo áfram, voru sterkari á lokakaflanum og knúðu fram karaktersigur 81-85.
Njarðvík: Terrell Vinson 24/12 fráköst/5 stoðsendingar, Maciek Stanislav Baginski 16/7 fráköst, Snjólfur Marel Stefánsson 12/6 fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson 11/6 stoðsendingar, Vilhjálmur Theodór Jónsson 6, Logi Gunnarsson 6/5 stoðsendingar, Ragnar Helgi Friðriksson 4, Ragnar Agust Nathanaelsson 2/7 fráköst, Rafn Edgar Sigmarsson 0, Elvar Ingi Róbertsson 0, Brynjar Þór Guðnason 0, Gabríel Sindri Möller 0.
Keflavík: Reggie Dupree 23/6 fráköst/6 stoðsendingar, Ágúst Orrason 14, Stanley Earl Robinson 13/16 fráköst/6 stoðsendingar, Þröstur Leó Jóhannsson 10/7 fráköst, Ragnar Örn Bragason 8, Guðmundur Jónsson 8, Hilmar Pétursson 4, Magnús Már Traustason 3, Daði Lár Jónsson 2/4 fráköst, Arnór Sveinsson 0, Davíð Páll Hermannsson 0.
Áhorfendur: 1100.
Dupree reyndist heimamönnum erfiður í Ljónagryfjunni. Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflvíkingar var ánægður með sigurinn í leikslok og fagnaði á sínum gamla heimamvelli. VF-myndir/PállOrri.