Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar sigruðu granna sína
Fimmtudagur 13. febrúar 2014 kl. 08:35

Keflvíkingar sigruðu granna sína

Keflvíkingar báru sigurorð af grönnum sínum frá Grindavík þegar liðin áttust við í Domino's deild kvenn í gær. Lokatölur urðu 73-59 en leikurinn fór fram í TM-höllinni í Keflavík. Jón Halldór Eðvaldsson hætti þjálfun Grindavíkurliðsins í gær og því var Lewis Clinch leikmaður karlaliðsins við stjórnvölin í gær. Keflvíkingar leiddu allan leikinn og var sigurinn nánast aldei í hættu. Það skyggði á sigur Keflvíkinga að Bryndís Guðmundsdóttir meiddist í leiknum og er óvíst hve lengi hún verður frá.

Eftir leikinn sitja Keflvíkingar sem fastast í þriðja sæti deildarinnar með 28 stig á meðan Grindvíkingar eru með 14 stig í næst neðsta sæti.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tölfræðin:

Keflavík: Sara Rún Hinriksdóttir 19/12 fráköst, Diamber Johnson 16/8 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 13/7 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 7/11 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 5, Sandra Lind Þrastardóttir 4/15 fráköst, Lovísa Falsdóttir 4/4 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 3, Telma Lind Ásgeirsdóttir 2, Katrín Fríða Jóhannsdóttir 0, Irena Sól Jónsdóttir 0, Aníta Eva Viðarsdóttir 0.

Grindavík: Crystal Smith 21/6 stolnir, María Ben Erlingsdóttir 15, Ingibjörg Jakobsdóttir 10, Pálína Gunnlaugsdóttir 6/5 fráköst/5 stoðsendingar/6 stolnir, Jeanne Lois Figeroa Sicat 3/4 fráköst, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 2, Harpa Rakel Hallgrímsdóttir 2, Mary Jean Lerry F. Sicat 0, Katrín Ösp Eyberg 0, Julia Lane Figueroa Sicat 0, Hrund Skuladóttir 0, Helga Rut Hallgrímsdóttir 0.