Reykjanesbær aðventugarðurinn
Reykjanesbær aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar sigruðu granna sína
Fimmtudagur 13. febrúar 2014 kl. 08:35

Keflvíkingar sigruðu granna sína

Keflvíkingar báru sigurorð af grönnum sínum frá Grindavík þegar liðin áttust við í Domino's deild kvenn í gær. Lokatölur urðu 73-59 en leikurinn fór fram í TM-höllinni í Keflavík. Jón Halldór Eðvaldsson hætti þjálfun Grindavíkurliðsins í gær og því var Lewis Clinch leikmaður karlaliðsins við stjórnvölin í gær. Keflvíkingar leiddu allan leikinn og var sigurinn nánast aldei í hættu. Það skyggði á sigur Keflvíkinga að Bryndís Guðmundsdóttir meiddist í leiknum og er óvíst hve lengi hún verður frá.

Eftir leikinn sitja Keflvíkingar sem fastast í þriðja sæti deildarinnar með 28 stig á meðan Grindvíkingar eru með 14 stig í næst neðsta sæti.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Tölfræðin:

Keflavík: Sara Rún Hinriksdóttir 19/12 fráköst, Diamber Johnson 16/8 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 13/7 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 7/11 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 5, Sandra Lind Þrastardóttir 4/15 fráköst, Lovísa Falsdóttir 4/4 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 3, Telma Lind Ásgeirsdóttir 2, Katrín Fríða Jóhannsdóttir 0, Irena Sól Jónsdóttir 0, Aníta Eva Viðarsdóttir 0.

Grindavík: Crystal Smith 21/6 stolnir, María Ben Erlingsdóttir 15, Ingibjörg Jakobsdóttir 10, Pálína Gunnlaugsdóttir 6/5 fráköst/5 stoðsendingar/6 stolnir, Jeanne Lois Figeroa Sicat 3/4 fráköst, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 2, Harpa Rakel Hallgrímsdóttir 2, Mary Jean Lerry F. Sicat 0, Katrín Ösp Eyberg 0, Julia Lane Figueroa Sicat 0, Hrund Skuladóttir 0, Helga Rut Hallgrímsdóttir 0.

Dubliner
Dubliner