Keflvíkingar sigruðu en Grindavík tapaði stórt
Nú fyrir skömmu kláruðust fimm leikir í Pepsi-deild karla í knattspyrnu. Keflvíkingar sóttu sigur í Garðabæinn gegn Stjörnumönnum en lokatölur urðu 2-3 fyrir Keflavík.
Þeir Einar Orri Einarsson, Magnús Þórir Matthíasson og Hilmar Geir Eiðsson sáu um að skora mörk Keflvíkinga en Hilmar skoraði sigurmarkið þegar skammt var til leiksloka.
Þetta var jafnframt fyrsti ósigur Stjörnunnar á heimavelli í sumar.
Grindavík tapaði gegn Fylki
Grindvíkingar töpuðu 1-4 gegn Fylki á heimavelli sínum í kvöld. Robbie Winters kom Grindvíkingum yfir eftir rúmar 5 mínútur og héldu heimamenn þeirri forystu fram að hálfleik.
Fylkismenn setti þá í gírinn og skoruðu 4 mörk í síðari hálfleik og unnu sannfærandi sigur.
Keflvíkingar eru nú með 17 stig í deildinni en Grindvíkingar eru enn með 11 stig.
Mynd: Hilmar Geir hefur verið sprækur hjá Keflvíkingum í sumar og skorað 5 mörk í Pepsi-deildinni.