Íþróttir

Keflvíkingar sigruðu á bikarmóti í Mosfellsbæ
Hópurinn ætlar sér stóra hluti.
Mánudagur 16. febrúar 2015 kl. 14:03

Keflvíkingar sigruðu á bikarmóti í Mosfellsbæ

Eru með þægilega forystu.

Keflvíkingar, sem eru ríkjandi Íslands og bikarmeistarar, sigruðu heildarstigakeppnina á Bikarmóti 2 sem var haldið að Varmá, höfuðstöðvum Aftureldingar, um síðustu helgi. 
 
Einnig voru tveir af þremur bestu keppendum mótsins frá Keflavík, þau Ástrós Brynjarsdóttir og Helgi Rafn Guðmundsson, en einnig fékk Halldór Freyr Grettisson úr Ármanni viðurkenningu fyrir góðan árangur. 
 
Keflvíkingar eru nú með þægilega forystu í baráttunni um bikarmeistaratitilinn sem verður tilkynntur í maí. Keflvíkingar eru búin að vinna bikarmeistaratitilinn sex sinnum, oftar en nokkuð annað félag.
 
Meðfylgjandi myndir tók Tryggvi Rúnarsson hjá TRProfilm.  
 
 
 
 
 
 
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024