Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar sigra Fjölni
Föstudagur 4. mars 2005 kl. 09:29

Keflvíkingar sigra Fjölni

Keflvíkingar mættu Fjölni í Intersport-deildinni í Grafarvogi í gær. Keflvíkingar voru búnir að tryggja sér Deildarmeistaratitilinn eins og kunnugt er fyrir leikinn og Fjölnismenn búnir að tryggja sér 4. sæti.

Í fyrri hálfleik var Nick Bradford að spila vel fyrir Keflvíkinga. Leikurinn var í járnum og var munurinn aldrei meira en 5-6 stig. Eftir fyrsta leikhluta var staðan 26-25 fyrir Fjölnismenn. Leikurinn einkenndist af lélegri vörn liðanna og í hálfleik var staðan 55-56 Nick Bradford með 24 stig.

Síðari hálfleikur byraði á svipuðum nótum og þriðji leikhluti endaði og var sem fyrr aðeins eins stigs munur eftir þriðja leikhluta 85-86. Í fjórða leikhluta  færðist meiri barátta í liðin. Magnús Gunnarsson skoraði fyrstu 10 stigin í síðasta leikhlutanum og var Anthony Glover drjúgur í lokin og Keflvíkingar uppskáru sigur 113-108. Ekki á hverjum degi sem skorað er yfir 100 stig á móti Keflvíkingum en bar leikurinn vott um að liðin voru meira með hugann við úrslitakeppnina og spiluðu arfaslakan varnarleik. 

Nick Bradford var atkvæðamestur hjá Keflvíkingum 37 stig. Anthony Glover var með 28 stig og tók 10 fráköst. Magnús Gunnarsson var með 19 stig og þar af 10 í síðasta leikhluta. Gunnar Einarsson var með 12 stig.

Hjá Fjölni var Nemanja Sovic atkvæðamestur með 34 stig og 18 fráköst.

 

Tölfræði úr leiknum

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024