Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar sigla lygnan sjó - unnu annan heimaleikinn í röð
Hart barist í teig Víkinga í leiknum við Keflavík. VF-mynd/pket.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 17. ágúst 2019 kl. 20:24

Keflvíkingar sigla lygnan sjó - unnu annan heimaleikinn í röð

Keflvíkingar geta farið að brosa á nýjan leik því þeir hafa nú sigrað tvívegis í röð á heimavelli eftir að hafa lagt Víking Ólafsvík að velli á Nettó-vellinum í gær 2:1.

Bítlabæjardrengir náðu forystu á 23. mínútu ú víti þegar Adolf Bitegeko skoraði úr vít. Gestirnir jöfnuðu sjö mínútum síðar, einnig úr víti og þannig var staðan í hálfleik, 1:1.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í síðari hálfleik skoraði Dagur Ingi Valsson flott mark af löngu færi  og það reyndist vera sigurmark heimamanna.

Keflvíkingar  eru eftir sigurinn í 6. sæti með 25 stig og eiga tæpast von á því að komast í 2. Sætið en Þór/Ak. er þar eð 32 stig.

Eftir sigur Magna eru Njarðvíkingar í vondum málum í neðsta sæti deildarinnar, 4 stigum á eftir næst neðsta liðinu Haukum en UMFN tapaði fyrir Fram sl. fimmtudag.