Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar semja við unga leikmenn
Miðvikudagur 15. desember 2010 kl. 11:00

Keflvíkingar semja við unga leikmenn

Fimm ungir og efnilegir leikmenn hafa skrifað undir nýja samninga við knattspyrnudeild Keflavíkur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þetta eru þeir Arnór Ingvi Traustason, Árni Freyr Árnason, Bojan Stefán Ljubicic, Magnús Þór Magnússon og Viktor Smári Hafsteinsson. Arnór Ingvi gerði samning til þriggja ára en hinir gerðu allir fjögurra ára samning. Þessir piltar eru fæddir 1992 og 1993 og hafa verið viðloðandi meistaraflokk Keflavíkur undanfarið. Það var vel við hæfi að Zoran Daníel Ljubicic væri viðstaddur en hann þjálfaði einmitt strákana í 2. flokki sem vann B-deildina í sumar og einnig er hann faðir eins þeirra. Þetta kemur fram á vef Keflvíkinga í dag.

Mynd/Jón Örvar - Zoran Daníel, Arnór Ingvi, Árni Freyr, Bojan Stefán, Magnús Þór og Viktor Smári.