Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar semja við tvo efnilega Austfirðinga
Andrés Kristleifsson.
Föstudagur 30. maí 2014 kl. 13:41

Keflvíkingar semja við tvo efnilega Austfirðinga

Keflvíkingar hafa samið við tvo efnilega körfuknattleiksmenn frá Hetti Egilsstöðum. Um er að ræða þá Eystein Bjarna Ævarsson framherja og Andrés Kristleifsson sem er bakvörður. Báðir eru þeir 19 ára gamlir en hafa leikið stórt hlutverk í 1. deild með Hetti undanfarin ár.

Eysteinn skilaði 12 stigum, 5 fráköstum og 3 stoðsendingum að meðaltali í leik í 1. deildinni í vetur, spilamennska sem varð til þess að Eysteinn var valinn úrtakshóp fyrir U20 ára landslið Íslands og loks í lokahóp. Andrés var með  10.5 stig, 4 fráköst og 2,5 stoðsendingar í leik í vetur. Höttur spilaði í vor til úrslita gegn Fjölni um laust sæti í Domino's deildinni en varð að lúta í grasi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Eysteinn Bjarni Ævarsson.