Íþróttir

Keflvíkingar semja við spænskan miðvörð
Kiko Insa. Mynd: Twitter
Miðvikudagur 25. febrúar 2015 kl. 12:21

Keflvíkingar semja við spænskan miðvörð

Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur samið við spænska miðvörðinn Bohigues Fransisco sem gengur þó undir nafninu Kiko Insa.

Insa þessi er 27 ára, 190 cm miðvörður sem lék með Víkingi frá Ólafsvík sumarið 2013. Hann hefur spilað með liðum í neðri deildum á Spáni, Belgíu, Lettlandi og Englandi en hann kemur hingað frá Oxford City þar sem hann hefur spilað í vetur. Honum er aðallega ætlað að leysa hlutverk miðvarðar en getur þó einnig leyst stöðu vinstri bakvarðar og varnartengiliðs.

Þá berast fréttir þess efnis að Keflvíkingar séu á höttunum eftir Jóhanni Helga Hannessyni, leikmanni Þórs frá Akureyri og hefur verið lagt fram tilboð sem Þórsarar hafa ekki samþykkt. Jóhann er 25 ára sóknarmaður og skoraði einmitt gegn Keflvíkingum í leik í Lengjubikarnum s.l. helgi.

Public deli
Public deli