Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar semja við efnilega leikmenn
Mynd Keflavík.is: Hermann Helgason, formaður KKDK ásamt þeim Andra, Hafliða og Ragnari.
Fimmtudagur 25. apríl 2013 kl. 08:12

Keflvíkingar semja við efnilega leikmenn

Keflvíkingar eru farnir að huga að næsta tímabili í körfuboltanum og þegar hefur karlalið félagsins framlengt samning við Darrel Lewis sem lék frábælega með liðinu ú vetur. Nú á dögunum var svo gegnið frá samningum við unga og efnilega leikmenn hjá félaginu en um er að ræða þá Andra Daníelsson, Hafliða Má Brynjarsson og Ragnar Gerald Albertsson en allir eru þeir á tuttugasta aldursári.

Frekari frétta er að vænta á næstu dögum og vikum en stjórn KKDK vinnur nú hörðum höndum að því að klára hin ýmsu mál. Frá þessu er greint á heimasíðu Keflvíkinga.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024