Keflvíkingar sækja Fylkismenn heim
Klukkan tifar og því nauðsynlegt að vinna leik kvöldsins
Keflvíkingar freista þess að sækja þrjú stig í Árbæinn í kvöld þegar 16. umferð Pepsí deildar karla hefst með fjórum leikjum.
Keflvíkingar eiga enn færi á því að bjarga sér frá falli en það þarf mikið að gerast til að það verði að raunveruleika þar sem að 9 stig skilja Keflvíkinga frá öruggu sæti í deildinni og eru 21 stig eftir í pottinum góða þar til að Íslandsmótið verður flautað af. Keflvíkingar eru komnir í þá stöðu að þurfa að treysta á úrslit í öðrum leikjum til að komast hjá fallinu niður í 1. deild.
Leikurinn hefst kl. 18:00 á Fylkisvelli.