Keflvíkingar prúðastir
Karlalið Keflvíkinga hlaut Drago styttu KSÍ á ársþingi sambandsins sem var haldið um helgina. Viðurkenninguna hlutu þeir sem prúðasta lið karlaknattspyrnunnar síðasta sumar.Þeir fengu einungis 25 gul spjöld í úrvalsdeildinni og eitt rautt spjald.






