Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar Pollamótsmeistarar
A og C lið Keflavíkur.
Mánudagur 25. ágúst 2014 kl. 16:46

Keflvíkingar Pollamótsmeistarar

Á dögunum varð 6. flokkur Keflavíkur Pollamótsmeistarar KSÍ í keppni A- og C-liða í knattspyrnu. Strákarnir stóðu sig frábærlega og var Keflavík með sex lið í úrslitakeppninni sem er í raun Íslandsmót 6. flokks. Keppt var í fimm manna bolta gegn bestu liðum landsins, fyrst í riðlakeppni og svo í úrslitakeppni. A-lið Keflavíkur sigraði eftir hörkukeppni á Iðavöllum þriðjudaginn 19. ágúst og svo sigruðu Keflvíkingar keppni C-liða á Selfossi fimmtudaginn 21. ágúst.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024