Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Keflvíkingar óvænt úr leik
Það var ekki mikill fögnuður hjá Keflvíkingum eftir tapið gegn Fjölni. VF-mynd/PállOrri.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 20. janúar 2020 kl. 22:54

Keflvíkingar óvænt úr leik

Keflvíkingar töpuðu óvænt fyrir neðsta liði Domino’s deildarinnar í körfubolta í 8-liða úrslitum Geysis-bikarkeppninnar. Fjölnismenn undir stjórn Keflvíkingsins Fals Harðarsonar áttu toppleik og unnu sannfærandi sigur 106-100.

Fjölnismenn voru yfir allan tímann en þó munaði ekki nema 2 stigum á liðunum þegar fjórði leikhluti hófst. Heimamenn héldu haus og unnu sex stig sigur og Keflvíkingar, sem hafa verið annað tveggja toppliða deildarinnar í vetur varð að lúta í gras.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Dominykas Milka skoraði 28 stig fyrir Keflavík og Hörður Axel var með 22. Khalil Ullah skoraði 19 stig. Hjá Fjölni átti Srdan Stojanovic stórleik og skoraði 35 stig.


Fjölnir-Keflavík 106-100 (22-23, 28-21, 25-29, 31-27)

Keflavík: Dominykas Milka 28/11 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 22/4 fráköst/12 stoðsendingar, Khalil Ullah Ahmad 19, Deane Williams 13/9 fráköst, Reggie Dupree 6, Callum Reese Lawson 6, Guðmundur Jónsson 4, Veigar Áki Hlynsson 2, Davíð Alexander H. Magnússon 0, Magnús Már Traustason 0, Ágúst Orrason 0, Sigurður Hólm Brynjarsson 0.

Grindvíkingar fóru til Hornafjarðar og léku við heimamenn í Sindra. Þeir komu heim með stigin og eru komnir í undanúrslit, eina Suðurnesjaliðið í karla- og kvennaflokki. Lokatölur urðu 74-93. Staðan í hálfleik var 29-52.