Keflvíkingar óheppnir gegn toppliði Víkings
Það var ekki að sjá að annað liðið væri á toppi Bestu deildar og hitt á botninum þegar Keflavík fékk Víkinga í heimsókn. Ótrúlegur leikur sem endaði 3-3 en Víkingar jöfnuðu í uppbótartíma. Keflvíkingar ósáttir að klára ekki dæmið.
Leikurinn byrjaði með látum og heimamenn. komust yfir á 4. mínútu þegar fyrirliðinn Magnús Þór Magnússon skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu. Víkingar fengu víti þremur mínútum síðar sem þeir skoruðu úr og jöfnuðu leikionnn. Víkingar bættu við marki tveimur mínútum síðar þegar Danijel Djuric skoraði 1-2. Keflvíkingar létu það ekki slá sig út af laginu og skoruðu aftur á 13. mínútu. Aftur var það eftir hornspyrnu en nú var það Sami Kamel sem skoraði með skalla. Innkoma hans skipti miklu og heimamennn voru ágengir við toppliðið og gáfu ekki eftir í baráttunni á vellinum.
Þannig var takturinnn í Keflvíkingum í upphafi seinni hálfleik. Á 50. mínútu skoraði Frans Elvarsson gott mark. Sindri Þór Guðmundsson sendi boltann að vítateig Víkings sem Fransi setti í fjærhornið og kom heimamönnum yfir 3-2. Hann þurfti síðan að fara af leikvelli stuttu síðar vegna meiðsla. Litlu munaði að heimamenn bættu við fjórða markinu þegar Sindri Þór Guðmundsson skaut rétt framhjá fjærstönginni. Óheppni þarna því færið var mjög gott.
Uppbótartími var 7 mínútur og þegar 3 mínútur voru eftir jöfnuðu Víkingar þegar Nikolaj Hansen skallaði í mark Keflavíkur.
Heimamenn voru mjög ósáttir með að hafa ekki klárað sigur gegn efsta liði deildarinnar. Þeir hafa ekki sigrað síðan í fyrstu umferðinni en jafnteflin eru orðin sex.