Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 6. maí 1999 kl. 12:50

KEFLVÍKINGAR OG GRINDVÍKINGAR ÚR LEIK

Suðurnesjaliðin Keflavík og Grindavík voru slegin út í 16 liða úrslitum Deildarbikarkeppninnar í knattspyrnu. Grindvíkingar áttu við sterkt lið KR-inga að eiga og töpuðu 4-1. Lið grindvískra á við mikil meiðsl að stríða. Grétar Hjartarson skoraði mark þeirra. Keflvíkingar öttu kappi við Þrótt Reykjavík, sem leikur í 1. deild, og þurfti að bíta í það súra epli að tapa 1-0 en Þróttarar skoruðu úr vítaspyrnu. Keflvíkingar voru tvímælalaust sterkari aðilinn í leiknum en var, eins og oft áður, gjörsamlega fyrirmunað að koma knettinum í netið.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024