Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar nota fæsta leikmenn
Fimmtudagur 15. júlí 2004 kl. 10:25

Keflvíkingar nota fæsta leikmenn

Keflvíkingar hafa notað fæsta menn allra liða í Landsbankadeildinni það sem af er tímabilinu. Þeir hafa einungis notað 16 leikmenn á meðan Fram, KR og Víkingur hafa notað 21 mann.

Þetta kemur fram í úttekt vefsíðunnar fotbolti.net í dag.

Þessi staðreynd kemur ekki á óvart þar sem Keflavík hefur á minnsta hópnum að skipa. Þeir hafa líka getað haldið nær sama byrjunarliði í öllum leikjum og ekki verið að umbylta leikaðferð sinni milli leikja.

Þá kemur líka inn sú staðreynd að leikmenn liðsins eru í mjög góðu formi og hafa úthald í að spila alla leiki.

Líkur eru á að aðrir leikmenn fái að spreyta sig í næstu leikjum þar sem tveir leikmenn, Stefán Gíslason og Scott Ramsey, eru á leið í bann. Stefán vegna fjögurra gulra spjalda og Ramsey vegna rauða spjaldsins sem hann fékk í síðasta leik.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024