Keflvíkingar náðu ekki að kveðja falldrauginn
Keflvíkingar máttu sætta sig við 2-1 tap gegn föllnum Víkingum í næstsíðustu umferð Pepsi-deildarinnar á Víkingsvellinum í dag. Þar með eru Keflvíkingar í bullandi fallhættu fyrir lokaumferðina næsta laugardag þar sem þeir taka á móti Þór á heimavelli sínum.
Víkingar komust í 2:0 með mörkum Harðar Bjarnasonar og Björgólfs Takefusa en Magnús S. Þorsteinsson minnkaði muninn fyrir Keflavík.
Keflvíkingar eru með 21 stig eins og Þór og Fram en Grindavík er með 20 stig.
VF Mynd: Annað Suðurnesjaliðanna gæti fallið næstu helgi