Keflvíkingar mörðu sigur gegn Skallagrími
Keflvíkingar náðu með naumindum að sigra Skallagrím í Borganesi, 88:93, í 15. umferð Intersport deildar karla í körfuknattleik í kvöld. Heimamenn voru með undirtökin allan leikinn og höfðu til að mynda yfir 72:57 á tímabili. En með harðfylgni náðu gestirnir að komast aftur inn í leikinn og tryggja sér sigur. Það verður þó að teljast nokkuð furðulegt að lið eins og Keflavík, sem hefur fullt af frábærum leikmönnum innanborðs, lendi í vandræðum með Skallagrím enda liðið vægast sagt lélegt.Að loknum 15 umferðum eru Grindvíkingar einir á toppnum með 26 stig, KR-ingar eru í 2. sæti með 24 stig og Keflvíkingar eru í 3. sæti með 22 stig. Njarðvíkingar eru í 4. sæti með 18 stig.