Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar minnkuðu muninn með góðum sigri á Val
Fyrirliðinn var ánægð með frammistöðu Keflavíkur í kvöld. VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
þriðjudaginn 25. apríl 2023 kl. 23:26

Keflvíkingar minnkuðu muninn með góðum sigri á Val

Keflavík vann átján stiga sigur á Val í þriðja leik liðanna í úrslitum Subway-deildar kvenna í körfuknattleik sem var leikinn í Blue-höllinni í kvöld.

Það var allt annar á Keflvíkingum í kvöld en stelpurnar mættu grimmar til leiks og nánast gerðu út um hann í fyrri hálfleik og leiddu 47:24 að loknum tveimur leikhlutum. Lokatölur 78:66 og Keflavík þarf nú að vinna næstu tvo leiki til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflvíkingar hófu leikinn af krafti og komst í 12:0 áður en Valskonur komust á blað. Áfram hélt Keflavík að spila fast og stjórna leiknum og í lok fyrsta leikhluta var fimmtán stiga munur á liðunum (28:13).

Keflavík jók forystuna í öðrum leikhluta og höfðu gott forskot þegar gengið var til hálfleiks (47:24) en Valskonur voru ekki tilbúnar að gefast upp og mættu talsvert grimmari til seinni hálfleiks.

Valur minnkaði forystu heimakvenna um sex stig í þriðja leikhluta með góðri vörn og fóru að hitta betur. Keflvíkingar gáfu þó ekki mikið eftir þótt aðeins hægði á sóknarleik liðsins og var staðan 59:42, sautján stiga munur, þegar fjórði leikhluti fór í gang.

Gestirnir reyndu hvað þeir gátu í síðasta leikhluta en Keflavík stóð fast á sínu og vann að lokum góðan sigur, 78:66.

Liðin mætast að nýju á Hlíðarenda í fjórða leik liðanna næstkomandi föstudag. Það verður um líf og dauða að tefla fyrir Keflvíkinga en tap sendir þær í sumarfrí, vinni Keflavík leikinn hins vegar verður oddaleikur spilaður í Blue-höllinni mánudaginn 1. maí.

Daniela Wallen var stigahæst í gær með 24 stig og 12 fráköst.
Emelía Ósk Gunnarsdóttir átti flottan leik og var með tólf stig og fjögur fráköst.

Keflavík - Valur 78:66

(28:13, 19:11, 12:18, 19:24)

Keflavík: Daniela Wallen Morillo 24/12 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 12/4 fráköst, Karina Denislavova Konstantinova 12/6 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Birna Valgerður Benónýsdóttir 9/5 fráköst/3 varin skot, Agnes María Svansdóttir 8, Katla Rún Garðarsdóttir 4, Anna Lára Vignisdóttir 4/5 fráköst, Anna Ingunn Svansdóttir 3/4 fráköst, Eygló Kristín Óskarsdóttir 2/3 varin skot, Gígja Guðjónsdóttir 0, Ólöf Rún Óladóttir 0, Hjördís Lilja Traustadóttir 0.


Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkurfrétta, tók viðtal við fyrirliðann Kötlu Rún Garðarsdóttur eftir leik og það má sjá í spilaranum hér að neða, þá er einnig myndasafn er neðst á síðunni.

Keflavík - Valur (78:66) | Úrslit Subway-deildar kvenna 25. apríl 2023