Keflvíkingar meistarar í níunda sinn
Keflavík er Íslandsmeistari í Iceland Express deild karla í körfuknattleik eftir frækinn 98-74 á Snæfellingum í þriðja leik liðanna í úrslitum Íslandsmótsins. Jafnt var á með liðunum framan af leik en Keflvíkingar reyndust mun sterkari í síðari hálfleik og unnu verðskuldaðan sigur og því lauk einvígi liðanna 3-0 fyrir Keflvíkinga.
Tommy Johnson var stigahæstur hjá Keflavík með 24 stig en Gunnar Einarsson sem valinn var besti maður úrslitakeppninnar gerði 20 stig í leiknum. Þrír leikmenn voru jafnir og stigahæstir hjá Snæfellingum með 16 stig en það voru Ingvaldur Magni Hafsteinsson, Sigurður Þorvaldsson og Anders Katholm.
Nánar síðar…
VF-Mynd/ [email protected] – Gunnar Einarsson, besti leikmaður úrslitakeppninnar 2008.