Keflvíkingar með pálmann í höndunum

Komnir í 2-0 gegn Stólunum

Keflvíkingar eru í kjörstöðu í 8-liða úrslitum í Domino’s deild karla eftir að þeir báru sigurorð af Tindastólsmönnum í Sláturhúsinu 86:80, og komu þannig seríunni í 2-0 sér í vil. Með sigri á Sauðárkróki á miðvikudag eru þeir bláklæddu úr Bítlabænum komnir í undanúrslit.

Keflvíkingar höfðu undirtökin nánast allan leikinn en Tindastólsmenn eltu af harðfylgi. Gestirnir náðu fínum áhlaupum annað slagið en Keflvíkingar náðu sömuleiðis ekki að hrista þá af sér og klára leikinn. Eins og í síðasta leik þá varð spennan gríðarleg undir lokin og var munurinn tvö stig þegar 40 sekúndur lifðu af leiknum. Allt eins mátti búast við framlengingu en Keflvíkingar voru ekki á þeim buxunum og kláruðu leikinn af vítalínunni þar sem Guðmundur Jónsson var yfirvegaður og kaldur.

Mest náðu Keflvíkingar 15 stiga forskoti í leiknum en Stólarnir neituðu að gefast upp og komu alltaf tilbaka eins og áður segir. Amin Stevens var magnaður í liði Keflvíkinga en hann skoraði 35 stig og tók 16 fráköst auk þess að vera með 78% skotnýtingu. Stólarnir réðu ekkert við hann. Hörður Axel átti flottan leik en hann var í afar strangri gæslu í kvöld.

  • Keflvíkingar fengu aðeins sex stig af bekknum í leiknum

  • Stólarnir fengu hins vegar 29 stig af bekknum

  • Amin Stevens hvíldi í heilar 40 sekúndur og lék mest allra á vellinum

  • Magnús Traustason skoraði ekki stig í leiknum en hann var með 33 í síðasta leik

  • Fimm leikmenn Keflvíkinga komust á blað

  • Tíu leikmenn Stólanna skoruðu í leiknum


Keflavík-Tindastóll 86-80 (22-21, 23-17, 19-22, 22-20)

Keflavík: Amin Khalil Stevens 35/16 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 22/4 fráköst/6 stoðsendingar, Guðmundur Jónsson 18/5 fráköst, Ágúst Orrason 6, Reggie Dupree 5/4 fráköst, Arnór Sveinsson 0, Kristján Örn Rúnarsson 0, Daði Lár Jónsson 0, Elvar Snær Guðjónsson 0, Arnór Ingi Ingvason 0, Magnús Már Traustason 0/5 fráköst, Davíð Páll Hermannsson 0.

Tindastóll: Antonio Hester 26/11 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 17, Christopher Caird 10/5 fráköst, Friðrik Þór Stefánsson 9, Viðar Ágústsson 4, Finnbogi Bjarnason 4/4 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 3, Hannes Ingi Másson 3, Helgi Rafn Viggósson 2, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 2, Pálmi Geir Jónsson 0, Svavar Atli Birgisson 0.