Keflvíkingar með fyrsta titil tímabilsins
Körfuboltatímabilið er óformlega hafið. Ljósanæturmót Geysis fer fram í TM-Höllinni í Keflavík þessa dagana og í gær voru krýndir sigurvegarar bæði kvenna og karla. Keflavíkurstúlkur stóðu uppi sem sigurvegarar mótsins í kvennaflokki en þær lögðu granna sína frá Njarðvík 61-53.
Stigahæstar hjá Keflavík voru Bryndís Guðmundsdóttir með 21 stig og Ingunn Embla kom næst með 12. Hjá Njarðvík var með 15 stig og Erna Hákonardóttir með 14.
Sara Rún Hinriksdóttir umkringd Njarðvíkingum.
Jasmin Beverly er nýr leikmaður hjá Njarðvík.
Nýr þjálfari hjá Keflvíkingum. Andy Johnston var líflegur á hliðarlínunni.
Ingunn Embla var spræk í leiknum.
vf-myndir: Eyþór Sæmundsson