Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar með fríar sætaferðir í Hellinn
Sunnudagur 13. apríl 2008 kl. 13:57

Keflvíkingar með fríar sætaferðir í Hellinn

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur mun bjóða upp á fríar sætaferðir í Hellinn í Breiðholti í dag þegar Keflavík og ÍR mætast í fjórða undanúrslitaleik sínum í Iceland Express deild karla í körfubolta. Leikurinn hefst kl. 17:00 en rútan leggur af stað frá Toyotahöllinni í Keflavík kl. 15:15.
Staðan í einvíginu er 2-1 fyrir ÍR en Keflavík vann þriðja leikinn síðasta föstudag með glæsibrag og í dag má gera ráð fyrir að bæði lið mæti dýrvitlaus til leiks og að fjölmenni verði í Hellinum.
Keflvíkingar þurfa bráðnauðsynlega á sigri að halda annars er leiktíðin búin hjá þeim. ÍR vann tvo fyrstu leiki liðanna en Keflavík beit frá sér á föstudag og fróðlegt verður að sjá hvort þeim takist að endurtaka leikinn í Breiðholti í dag.
Anthony Susnjara meiddist í þriðja leik liðanna á föstudag og fór af velli og lék ekki meira með. Það er vonandi að miðherjinn verði orðinn nægilega góður til að láta að sér kveða í dag.
Leikurinn verður einnig sýndur beint á Stöð 2 sport.
VF-Mynd/ [email protected] Bobby Walker var að finna fjölina á föstudag ásamt Tommy Johnson en báðir höfðu þeir verið nokkuð daprir fyrir þriðja leikinn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024