Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar máttu sín lítils gegn öflugum Völsurum
Tiffany Sornpao hafði í nægu að snúast í markinu í kvöld. Mynd úr safni Víkurfrétta
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
þriðjudaginn 29. júní 2021 kl. 23:23

Keflvíkingar máttu sín lítils gegn öflugum Völsurum

Keflavík lék í kvöld á Hlíðarenda gegn Val í sjöundu umferð Pepsi Max-deilar kvenna í knattspyrnu. Keflavík átti við ofurefli að etja enda léku Valskonur á alls oddi og uppskáru 4:0 sigur.

Það var landsliðskonan Elín Metta Jensen sem gerði út um leikinn með þremur mörkum. Valur var sterkarið aðilinn í leiknum en Keflvíkingar sýndu karakter börðust áfram allan tímann þrátt fyrir erfiða stöðu.

Keflavík er í sjötta sæti deildarinnar með níu stig, eins og ÍBV og Fylkir en Keflavík hefur betri markatölu og á leik til góða.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í næstu viku taka Keflvíkingar á móti liði Þórs/KA í mikilvægum leik þar sem Þór/KA er í níunda sæti, einu stigi á eftir Keflavík.