Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar mæta Fram í kvöld
Fimmtudagur 8. júlí 2004 kl. 15:37

Keflvíkingar mæta Fram í kvöld

Keflavík tekur á móti botnliði Fram í Landsbankadeild karla í kvöld.

Liðin eigast þar við öðru sinni í vikunni því að Keflvíkingar slógu Safamýrarpilta út í 16-liða úrslitum bikarkeppni KSÍ á mánudaginn. Hólmar Rúnarsson skoraði mark Keflavíkur, en leikurinn þótti frekar tilþrifalítill.

Leikurinn í kvöld verður vonandi skemmtilegri áhorfs, enda mega liðin ekki við því að missa af stigum.

Framarar hafa ekki sótt gull í greipar Keflvíkinga síðustu ár, því þeir hafa ekki unnið í Keflavík í áraraðir. Þeim hefur ekkert gengið í deildinni í sumar og verma botnsætið þrátt fyrir vonir um gott gengi með nýjum leikmönnum og nýjum þjálfara, Ion Geolgau, sem hefur horfið á braut.

Þess má einnig geta að Grindvíkingar spila á útivelli í kvöld gegn Víkingum sem eru í næst neðsta sæti deildarinnar.
VF-mynd/Úr safni
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024