Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar mæta Borgnesingum í bikarúrslitum
Mynd frá Karfan.is. Emelía Ósk átti góðan leik gegn Haukum.
Fimmtudagur 9. febrúar 2017 kl. 09:29

Keflvíkingar mæta Borgnesingum í bikarúrslitum

Lögðu Hauka í undanúrslitum

Keflvíkingar mæta Skallagrími í bikarúrslitum kvenna eftir að hafa lagt Hauka að velli í Laugardagshöll í gær. Keflvíkingar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddu með 10 stigum í leikhlé. Haukar sóttu á í þriðja leikhluta en sterk liðsheild Keflvíkinga skilaði sigrinum undir lokin. Ariana Moorer náði sér í myndarlega tvennu hjá Keflavík, 20 stig og 18 fáköst eins sem hin unga Emelía Ósk átti glimrandi góðan leik með 18 stig og 7 fáköst.

Skallagrímskonur lögðu Íslandsmeistara Snæfells í hinum undanúrslitaleiknum og munu því mæta í úrslitlaleikinn gegn Suðurnesjakonum. Sá leikur fer fram á laugardag klukkan 13:30 í Laugardalshöll.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflavík-Haukar 82-67 (18-20, 27-15, 14-17, 23-15)
Keflavík: Ariana Moorer 20/18 fráköst/6 stoðsendingar/5 stolnir, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 18/7 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 9, Katla Rún Garðarsdóttir 9, Birna Valgerður Benónýsdóttir 8/7 fráköst, Þóranna Kika Hodge-Carr 7, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 6/7 fráköst, Erna Hákonardóttir 3, Irena Sól Jónsdóttir 2, Kamilla Sól Viktorsdóttir 0, Elsa Albertsdóttir 0, Svanhvít Ósk Snorradóttir 0.