Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

  • Keflvíkingar loks í undanúrslit
  • Keflvíkingar loks í undanúrslit
Föstudagur 24. mars 2017 kl. 20:57

Keflvíkingar loks í undanúrslit

Eftir tíu stiga sigur gegn Stólunum á heimavelli

Keflvíkingar eru komnir í undanúrslit í fyrsta sinn síðan árið 2011 í Domino’s deild karla, eftir magnaðan sigur 83:73 gegn Tindastól á heimavelli sínum í kvöld. Keflvíkingar fóru með 3-1 sigur af hólmi í einvíginu og hefndu þar með fyrir tap gegn Stólnum í fyrra þar sem þeir vínrauðu höfðu 3-1 sigur í 8-liða úrslitum. Keflvíkingar munu mæta KR í undanúrslitum.

Það er langt síðan önnur eins orrusta hefur verið háð á gólfi Sláturhússins. Baráttan var hrikaleg og leikurinn mikil skemmtun fyrir áhorfendur sem fjölmenntu á völlinn. Varnarleikur Keflvíkinga var ógnarsterkur í leiknum og neyddu þeir Stólana til þess að skjóta mikið fyrir utan. Gestirnir áttu oft engin svör við varnarleiknum og því voru Keflvíkingar líklegri allan tímann til þess að landa sigrinum langþráða.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Magnús Már Traustason var á sjálfstýringu í fyrri hálfleik og dróg vagninn í sókninni ásamt Stevens. Keflvíkingar leiddu með þremur stigum í hálfleik. ÞEgar juku forskotið ögn í þriðja leikhluta og útlitið gott. Þegar fjórði leikhluti hófst var staðan 63:54 Keflavík í vil. Þegar tæpar sex mínútur voru eftir var munurinn orðinn 14 stig, 75:61 og sigur innan seilingar hjá Keflavíkurpiltum. Þegar svo mínúta var eftir var stðan 81:73 Keflavík í vil og brekkan brött fyrir Stólana. Úr varð að Keflavík sýndi yfirvegun og kláraði leikinn með sæmd og fögnuðu innilega sigri.

Magnús Trausta skoraði gríðarlega mikilvægar körfur undir lokin en maðurinn lék á alls oddi í leiknum og skoraði 27 stig. Amin Stevens fann sitt fyrra form og skoraði 29 stig og tók 23 fráköst. Rosalegar tölur fyrir venjulegan mann en nánast daglegt brauð hjá þessum hæfileikaríka leikmanni.

Viðtöl koma innan skamms.

Keflavík-Tindastóll 83-73 (25-22, 19-19, 19-13, 20-19)

Keflavík: Amin Khalil Stevens 29/23 fráköst, Magnús Már Traustason 27/5 fráköst, Reggie Dupree 14/8 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 6/7 fráköst/9 stoðsendingar, Guðmundur Jónsson 4, Ágúst Orrason 3, Arnór Ingi Ingvason 0, Kristján Örn Rúnarsson 0, Arnór Sveinsson 0, Elvar Snær Guðjónsson 0, Davíð Páll Hermannsson 0, Gunnar Einarsson 0.

Tindastóll: Antonio Hester 23/12 fráköst, Christopher Caird 15/4 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 14/5 stoðsendingar, Viðar Ágústsson 11, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 6, Friðrik Þór Stefánsson 4/4 fráköst, Svavar Atli Birgisson 0, Helgi Rafn Viggósson 0, Pálmi Geir Jónsson 0, Hannes Ingi Másson 0, Finnbogi Bjarnason 0, Helgi Freyr Margeirsson 0.