Reykjanesbær aðventugarðurinn
Reykjanesbær aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar lögðu ÍR
Föstudagur 14. nóvember 2014 kl. 09:21

Keflvíkingar lögðu ÍR

Graves fór á kostum

Keflvíkingar unnu sigur á ÍR, 87-82 í Domino's deild karla, þegar breiðhyltingar mættu í heimsókn í TM-Höllina í gær. Gestirnir voru með forystu í hálfleik en liðin skiptust svo á því að leiða í síðari háflleik, en Keflvíkingar stóðu uppi sem sigurvegarar eins og áður segir. William Graves fór á kostum hjá heimamönnum en hann skoraði 39 stig, þar af 15 í fyrsta leikhluta og 19 í þeim síðasta.


Keflavík-ÍR 87-82 (21-19, 12-20, 24-14, 30-29)

Keflavík: William Thomas Graves VI 39/6 fráköst/6 stoðsendingar/3 varin skot, Damon Johnson 16/7 fráköst/3 varin skot, Þröstur Leó Jóhannsson 12/6 fráköst, Valur Orri Valsson 5, Davíð Páll Hermannsson 4/5 fráköst, Guðmundur Jónsson 3, Andrés Kristleifsson 2, Reggie Dupree 2, Arnar Freyr Jónsson 2, Eysteinn Bjarni Ævarsson 2, Aron Freyr Eyjólfsson 0, Gunnar Einarsson 0.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
VF jól 25
VF jól 25