Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar Lengjubikarmeistarar kvenna í körfubolta
Mynd Karfan.is
Laugardagur 27. september 2014 kl. 18:21

Keflvíkingar Lengjubikarmeistarar kvenna í körfubolta

Eftir spennusigur gegn Valskonum

Keflvíkingar urðu í dag Lengjubikarmeistarar í körfubolta kvenna eftir sigur í spennandi viðureign gegn Valskonum. Lokatölur urðu 73-70 fyrir Keflavíkurkonur en Valskonum mistókst að jafna leikinn undir lokin þegar þriggja stiga skot þeirra geigaði. Sara Rún Hinriksdóttir var sem fyrr frábær í liði meistaranna, en hún skoraði 20 stig og tók 9 fráköst. Erlendi leikmaðurinn Tyson-Thomas var svo með myndarlega tvennu, 16 stig og 15 fráköst.

Tölfræðin:
Keflavík: Sara Rún Hinriksdóttir 20/9 fráköst, Carmen Tyson-Thomas 16/15 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 10, Bríet Sif Hinriksdóttir 7, Hallveig Jónsdóttir 6, Marín Laufey Davíðsdóttir 6, Sandra Lind Þrastardóttir 4/8 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 2, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 2, Elfa Falsdottir 0, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 0, Lovísa Falsdóttir 0.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Valur: Joanna Harden 38/4 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 10/7 fráköst, Fanney Lind Guðmundsdóttir 8/7 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 6, Margrét Ósk Einarsdóttir 3, Kristrún Sigurjónsdóttir 3, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 2/9 fráköst, Rannveig María Björnsdóttir 0, Sara Diljá Sigurðardóttir 0, Sóllilja Bjarnadóttir 0, Bylgja Sif Jónsdóttir 0, Bergdís  Sigurðardóttir 0.