Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar leiða deildina í landsleikjahléi
Keflavík hefur varla stigið feilspor á tímabilinu og er efst þegar Subway-deild kvenna fer í hlé vegna landsleikja. Myndir úr safni Víkurfrétta
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 2. febrúar 2023 kl. 09:21

Keflvíkingar leiða deildina í landsleikjahléi

Suðurnesjaliðin þrjú léku öll heimaleiki í Subway-deild kvenna í körfuknattleik í gær. Topplið Keflavíkur átti ekki í vandræðum með botnlið ÍR og endaði leikurinn 99:51 fyrir Keflavík. Sömu sögu má segja um leik Njarðvíkur sem vann 40 stiga sigur á Breiðabliki (85:45) og Grindavík stóð lengi vel í Val. Grindvíkingar leiddu í hálfleik með tveimur stigum (33:31) en í seinni hálfleik fór allt í skrúfuna hjá heimakonum og lauk leiknum með tuttugu stiga tapi (63:83).

Keflavík er í efsta sæti með 34 stig, Njarðvík í því fjórða með 22 stig og Grindavík í fimmta með 16 stig.


Grindavík - Valur 63:83

(18:21, 15:10, 14:27, 16:25)
Elma Dautovic hér í leik gegn Keflavík, hún var með tólf stig, níu fráköst og fimm stoðsendingar í gær.

Grindavík: Danielle Victoria Rodriguez 23/5 fráköst/6 stoðsendingar, Elma Dautovic 12/9 fráköst/5 stoðsendingar, Amanda Akalu Iluabeshan Okodugha 11/9 fráköst, Hulda Björk Ólafsdóttir 9/5 stolnir, Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir 6, Jenný Geirdal Kjartansdóttir 2, Ólöf María Bergvinsdóttir 0, Alexandra Eva Sverrisdóttir 0, Aþena Þórdís Ásgeirsdóttir 0, Edda Geirdal 0, Elín Bjarnadóttir 0, Arna Sif Elíasdóttir 0.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Njarðvík - Breiðablik 85:45

(17:9, 14:13, 30:7, 24:16)
Raquel Laneiro fór á kostum í gær en Aliyah Collier átti náðugan dag.

Njarðvík: Raquel De Lima Viegas Laneiro 16/4 fráköst/7 stoðsendingar/5 stolnir, Erna Hákonardóttir 16, Dzana Crnac 11, Isabella Ósk Sigurðardóttir 11/9 fráköst, Kamilla Sól Viktorsdóttir 7, Lovísa Bylgja Sverrisdóttir 6/4 fráköst, Aliyah A'taeya Collier 6/11 fráköst/3 varin skot, Bríet Sif Hinriksdóttir 5/8 fráköst, Krista Gló Magnúsdóttir 4, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 3, Eva María Lúðvíksdóttir 0, Anna Lilja Ásgeirsdóttir 0.


Keflavík - ÍR 99:51

(26:18, 24:13, 31:6, 18:14)
Anna Ingunn var stigahæst í gær.

Keflavík: Anna Ingunn Svansdóttir 19, Karina Denislavova Konstantinova 16/7 fráköst, Agnes María Svansdóttir 15/4 fráköst, Daniela Wallen Morillo 12/6 fráköst, Hjördís Lilja Traustadóttir 9, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 7/4 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 6, Katla Rún Garðarsdóttir 5/5 stoðsendingar, Ólöf Rún Óladóttir 4/4 fráköst, Ásthildur Eva H. Olsen 3, Eygló Kristín Óskarsdóttir 2, Anna Þrúður Auðunsdóttir 1.