Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Föstudagur 12. nóvember 2004 kl. 22:20

Keflvíkingar langt frá sínu besta

Keflavík tapaði öðrum leiks sínum í Intersport deildinni í vetur þegar þeir lágu fyrir KR á heimavelli, 90-88.

Það var ekki sami glansinn á Keflvíkingum og þegar þeir sigruðu Madeira í Evrópukeppninni fyrir nokkrum dögum en þeir voru alls ekki að spila vel í kvöld.

Keflavík náði forystu snemma leiks og voru yfir 30-22 eftir fyrsta leikhluta, en misstu það niður með slökum leik í öðrum fjórðungi. Staðan í hálfleik var 51-49 fyrir heimamenn og enn seig á ógæfuhliðina eftir hlé.

Þegar síðasti fjórðungur var flautaður á var staðan 69-63 og þrátt fyrir að saxa á undir lokin nýttu þeir sér ekki færi sem þeir fengu á að taka leikinn í sínar hendur og var tap því staðreynd.

Anthony Glover var langbestur í liði Keflvíkinga þar sem hann skoraði 31 stig og nýtti skot sín mjög vel. Þeir Nick Bradford og Gunnar Einarsson mega líka una við sitt en Nick var skæður í vörninni eins og fyrri daginn. Aðrir lykilmenn voru ekki að finna sig og sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, ástæðuna fyrir tapinu vera einfalda. „Það var ekkert vanmat, engin þreyta eða neitt sem tapaði þessum leik fyrir okkur. Við vorum bara arfaslakir í kvöld og KR voru betri.“

Sigurður bætti því við að þeir ætli sér að bæta fyrir tapið með því að mæta snarvitlausir í næsta leik sem er grannaslagur gegn Grindavík á mánudag.

Tölfræði leiksins

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024