Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Íþróttir

Keflvíkingar kvöddu fallbaráttuna
Sunnudagur 28. september 2014 kl. 16:11

Keflvíkingar kvöddu fallbaráttuna

Unnu 0-2 sigur í Eyjum

Keflvíkingar tryggðu sæti sitt í Pepsi-deildinni með 0-2 sigri á ÍBV í Eyjum í dag. Skelfilegt atvik átti sér stað í leiknum en þá fótbrotnaði Matt Garner leikmaður Eyjamanna illa. Fyrir þær sakir tafðist leikurinn um tæpar 25 mínútur.

Elías Már Ómarsson skoraði fyrra mark Keflvíkinga í leiknum á 7. mínútu með fínu skoti fyrir utan teig. Fimmta mark Elíasar í sumar staðreynd. Það var svo rúmum hundrað mínútum síðar að miðjumaðurinn Frans Elvarsson gulltryggði sigurinn með fínu marki. Keflvíkingar voru betri aðilinn í leiknum og unnu verðskuldaðan sigur. Eins og kunnugt er hafði lið Keflavíkur ekki unnið sigur í deildinni síðan þann 22. júní og því langþráður sigur í höfn.

Public deli
Public deli

Með sigrinum komust Keflvíkingar í 22 stig og í 8. sæti upp fyrir Eyjamenn og Fjölni. Það verða því Framarar og Fjölnismenn sem berjast fyrir lífi sínu í lokaumferðinni en Þórsarar eru þegar fallnir. Keflvíkingar fá Víkinga í heimsókn á Nettóvöllinnn í lokaumferðinni sem fer fram laugardaginn 4. október klukkan 14:00. Með sigri geta strákarnir úr Bítlabænum komist í 7. sæti ef allt fer á besta veg.