Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar komnir norður
Miðvikudagur 18. september 2013 kl. 09:21

Keflvíkingar komnir norður

Í kvöld fer fram leikur Þórs og Keflavíkur í Pepsi-deild karla í fótbolta. Leiknum var frestað sl. sunnudag en áætlað er að leikurinn fari fram klukkan 17:00 á Akureyri. Keflvíkingar eru þegar komnir til Akureyrar en veðurspáin hljómar svo; hitastig verður líklega um 3° og rigning. Vindur verður nánast enginn en búist er við um 2m/sek.

Keflvíkingar eru í 9. sæti deildarinnar með 20 stig og geta með sigri komist í 7. sæti deildarinnar upp fyrir Fylki og Fram sem hafa 20 og 22 stig. Þórsarar eru þremur stigum á eftir Keflvíkingum og verða því líklega erfiðir heim að sækja.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024