Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar komnir með nýjan Kana
Friðrik átti eitthvað vantalað við Forte í síðasta leik Keflvíkinga sem þeir töpuðu gegn Tindastóli. VF-mynd/PállOrri.
Miðvikudagur 15. nóvember 2017 kl. 17:08

Keflvíkingar komnir með nýjan Kana

Keflavík hafa fengið nýjan bandarískan leikmann til liðs við sig í Dominos deild karla. Nýi leikmaðurin heitir Stanley Robinson og er 29 ára, 206 cm framherji með víðtæka reynslu úr heimi atvinnumennskunnar. Eftir að hafa spilað í 1. deild bandaríska háskólaboltans með UConn, hefur Robinson leikið með Rio Grande Valley Vipers og Iowa Energy í Bandaríkjunum, CD Valdiva og Los Leones í Síle, Reales og Mauricio Beez í Dóminíska Lýðveldinu og Montcon í Kanada.

karfan.is segir frá því að Robinson hafi verið valinn í annarri umferð NBA nýliðavalsins árið 2010 af Orlando Magic og gerðu þeir eins árs samning við hann. Hjá þeim náði hann hins vegar ekki að komast að. Þaðan fór hann til Rio Grande Valley Vipers og síðan Iowa Energy í NBA G deildinni þar sem hann lék tímabilið 2011-12.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á síðasta tímabili lék Robinson í Dóminíska Lýðveldinu þar sem hann leiddi lið sitt bæði til meistaratitils sem og var hann valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar.

Robinson er kominn til landsinsog verður með Keflavík í fyrsta skipti þegar liðið heimsækir nýliða Hattar á Egilsstaði komandi fimmtudag.

Fyrir var Keflavík með Bandaríkjamanninn Cameron Forte sem erlendan leikmann í liði sínu, en hann hefur verið sendur heim.