Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar komnir með Kana - annar á leiðinni
Miðvikudagur 31. ágúst 2011 kl. 10:45

Keflvíkingar komnir með Kana - annar á leiðinni

Keflvíkingar styrkja lið sitt fyrir komandi baráttu í Iceland Express-deildinni í körfubolta karla og hafa samið við öflugan Bandaríkjamann. Sá heitir Jarryd Cole og lék með Iowa háskólanum í Bandaríkjunum. Kappinn er 204 cm á hæð og 113 kg þannig að hann ætti að geta fyllt í það stóra skarð sem að Ísafjarðartröllið Sigurður Gunnar Þorsteinsson skildi eftir sig en karfan.is greindi frá þessu í gær.

Í háskóla var Cole með 5 fráköst að meðaltali og 7 stig. Á bloggsíðu Cole má sjá skrif eftir kappann þar sem hann segist hlakka til að koma til Íslands og leika sem atvinnumaður en hér má sjá síðuna.

Líklegt þykir að annar Bandaríkjamaður sé á leið til Keflvíkinga en sá heitir víst Charles Parker en það hefur ekki fengist staðfest.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024