Keflvíkingar komnir í úrslit
Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitum Intersportdeildarinnar í körfuknattleik þegar þeir unnu Njarðvðik 105:80 í þriðja undanúrslitaleiknum sem fram fór í Keflavík í kvöld. Keflvíkingar unnu einvígið við Njarðvík 3-0. Damon Johnson gerði 25 stig fyrir Keflavík, Edmund Saunders 21 og Magnús Gunnarsson 20. Hjá Njarðvík var Teitur Örlygsson með 26 stig og Gregory Harris með 15.