Keflvíkingar komnir í undanúrslit í bikarnum
Unnu öruggan sigur á Fram
Keflvíkingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum í biakrkeppninni í knattspyrnu með góðum 1-3 sigri gegn Frömurum í Laugardalnum í kvöld. Sigurinn var aldrei í hættu en Keflvíkingar léku við hvurn sinn fingur í leiknum.
Það var Hörður Sveinsson sem kom keflvíkingum yfir eftir rúmar 20 mínútur en Keflvíkingar fóru með 0-1 forystu í leikhlé. Eftir klukkustundar leik jók Sindri Snær Magnússon forystuna með laglegu marki eftir undirbúning hjá Elíasi Má. Magnús Þórir Matthíasson gerði svo út um leikinn með marki stundarfjórðungi fyrir leikslok og sigur Keflvíkinga í höfn. Öruggur sigur Keflvíkinga þrátt fyrir að Framarar næðu að klóra í bakkann í blálokin með marki frá Björgólfi Takefusa.