Keflvíkingar komnir í gang
Keflvíkingar sigruðu granna sína úr Grindavík þegar liðin mættust í Keflavík í gær í Lengjubikar karla. Lokatölur urðu 99-91. Grindvíkingar leiddu í hálfleik 46-48 en í seinni hálfleik náðu heimamenn að sýna sitt rétta andlit. Með góðum varnarleik í 4. leikhluta unnu Keflvíkingar annan sigur sinn í röð og virðast þeir því óðum að finna taktinn eftir erfiða byrjun á tímabilinu.
Stigin:
	Keflavík
	Darrel Lewis 25 stig
	Magnús Gunnarsson 18
	Michael Graion 18
	Kevin Glitner 15
	Grindavík
	Sammy Zeglinski 20
	Jóhann Ólafsson 17
	Aaron Broussard 15
	Þorleifur Ólafsson 15
	
	Magnús Þór Gunnarsson var með 18 stig í gær.
	
	Almar Guðbrandsson og Sigurður Þorsteinsson börðust undir körfunni.
	 


 
	
				


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				