Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sunnudagur 15. september 2002 kl. 16:43

Keflvíkingar komnir í fallsæti

Keflvíkingar töpuðu gegn KA, 2-3, á heimavelli í dag í Símadeildinni í knattspyrnu og eru þar með komnir í 9. sæti deildarinnar og fall blasir við. Mörk heimamanna skoruðu Guðmundur Steinarsson og Kristján Jóhannsson. Grindvíkingar gerðu hins vegar góða ferð til Akureyrar á sama tíma og sigruðu heimamenn í Þór 5-1 og tryggðu sér um leið 3. sæti deildarinnar. Grétar Hjartarsson skoraði þrennu fyrir Grindavík og Alfreð Jóhannsson og Óli Stefán Flóventsson sitt markið hvor.Keflvíkingar eru jafnir Fram á stigum, með 17 stig, en með lakara markahlutfall. Keflvíkingar geta þó enn haldið sæti sínu í deildinni en þeir verða þá að treysta því að Framarar misstígi sig eitthvað gegn KA í síðustu umferðinni en í henni mætast
Keflvíkingar og Grindvíkingar í Grindavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024