Keflvíkingar komnir áfram í deildarbikarnum
Keflvíkingar urðu fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum deildarbikarsins í knattspyrnu með sigri á Dalvík 4:1. Guðmundur Steinarsson skoraði þrjú mörk í leiknum og Magnús Þorsteinsson eitt.Keflvíkingar eru eina liðið sem er öruggt áfram og greinilegt að karlinn í brúnni, Kjartan Másson, er að gera góða hluti með þetta unga lið.
Njarðvíkingar eru einnig að standa sig vel en þeir hafa unnið alla þrjá leiki sína í deildarbikarnum en nú síðast sigruðu þeir KS 3- 0. Bjarni Sæmundsson, Eyþór Guðnason og Sighvatur Gunnarsson skorðu mörk Njarðvíkinga.
Njarðvíkingar eru einnig að standa sig vel en þeir hafa unnið alla þrjá leiki sína í deildarbikarnum en nú síðast sigruðu þeir KS 3- 0. Bjarni Sæmundsson, Eyþór Guðnason og Sighvatur Gunnarsson skorðu mörk Njarðvíkinga.