Keflvíkingar Kjörísmeistarar eftir sigurkörfu frá Damon Johnson
Damon Johnson tryggði Keflvíkingum sigur í úrslitum Kjörísbikarsins gegn Grindvík í kvöld með glæsilegri þriggjastigakörfu á lokasekúndu leiksins. Lokatölur leiksins voru 75:74 heimamönnum í hag. Damon Johnson var stigahæstur í liði Keflavíkur með 29 stig en Darrell Lewis gerði 35 fyrir Grindavík.
Það er óhætt að segja að þetta sé einn dramatískasti íþróttaleikur sem fram hefur farið í Keflavík í mörg ár. Heimamenn leiddu allan leikinn með um 15 stigum en þegar í 4. leikhluta var komið var eins og allt færi úrskeiðis. Grindvíkingar riðu á vaðið og þegar um mínúta var til leiksloka komust þeir yfir. Þegar um 7 sekúndur voru eftir fékk Darrell Lewis tvö vítaskot, hitti úr öðru þeirra, og kom gestunum í 74:72. Keflvíkingar fengu innkast og Damon Johnson fékk boltann eins og svo oft áður í þessari stöðu. Hann keyrði upp völlinn með tvo menn við hlið sér og lét vaða frá þriggjastigalínunni um leið og flautan gall, boltinn fór beint ofaní körfuna og svo virtist sem allt ætlaði um koll að keyra í húsinu enda Keflvíkingar Kjörísmeistarar í fjórða sinn síðan keppnin hófst.
Það er óhætt að segja að þetta sé einn dramatískasti íþróttaleikur sem fram hefur farið í Keflavík í mörg ár. Heimamenn leiddu allan leikinn með um 15 stigum en þegar í 4. leikhluta var komið var eins og allt færi úrskeiðis. Grindvíkingar riðu á vaðið og þegar um mínúta var til leiksloka komust þeir yfir. Þegar um 7 sekúndur voru eftir fékk Darrell Lewis tvö vítaskot, hitti úr öðru þeirra, og kom gestunum í 74:72. Keflvíkingar fengu innkast og Damon Johnson fékk boltann eins og svo oft áður í þessari stöðu. Hann keyrði upp völlinn með tvo menn við hlið sér og lét vaða frá þriggjastigalínunni um leið og flautan gall, boltinn fór beint ofaní körfuna og svo virtist sem allt ætlaði um koll að keyra í húsinu enda Keflvíkingar Kjörísmeistarar í fjórða sinn síðan keppnin hófst.