Keflvíkingar kjöldregnir
Grindavík tapaði einnig
Keflvíkingar, sem byrjuðu undirbúningstímabilið um síðustu helgi með sigri á FH, mættu ofjörlum sínum í Breiðabliki í gær. Leikurinn var annar leikur liðanna í æfingamóti Fótbolta.net og fóru Blikar vægast sagt illa með Keflavík, lokatölur 6:1.
Eftir leik sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, annar aðalþjálfara Keflavíkur, í samtali við Fótbolta.net að mikill munur væri á liðunum og Blikar væru komnir lengra en þeir. „Það eru margir mánuðir í mót ennþá og nægur tími til að styrkja liðið. Okkur vantar svo sem okkar erlendu leikmenn sem styrkja liðið okkar mikið. Það er samt ekki afsökun að fela sig á bak við það, við getum gert betur, eigum að gera betur og erum vanir að gera betur,“ sagði Sigurður Ragnar meðal annars.
Grindavík tapaði fyrir FH
Grindvíkingar mættu FH í annari umferð mótsins. FH-ingar komust yfir snemma í leiknum og höfðu tveggja marka forystu í hálfleik. Freyr Jónsson náði að minnka muninn í þeim síðar en FH bætti við öðrum tveimur og lokatölur 4:1 fyrir FH.