Keflvíkingar kepptu á móti í áhaldafimleikum
Um siðustu helgi fór fram GK mótið í frjálsum æfingum í áhaldafimleikum sem var haldið í Gerplu. Keflavík sendi tvær glæsilegar stelpur, Jóhönnu Ýr sem keppti í kvennaflokki og Guðlaugu Emmu sem keppti í unglingaflokki.
Jóhanna endaði í öðru sæti á tvíslá og í fjórða sæti fyrir samanlagðan árangur með 35.899 stig. Guðlaug var að taka sín fyrstu skref í frjálsum æfingum og endaði í sjöunda sæti fyrir samanlagðan árangur með 33.365 stig.