Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sunnudagur 30. júní 2002 kl. 20:56

Keflvíkingar kafsigldir fyrir norðan

Keflvíkingar fóru fíluferð norður til Akureyrar í kvöld þar sem þeir töpuðu, 4-1, gegn KA í Símadeild karla í knattspyrnu. Heimamenn komust yfir á 3. mínútu leiksins og aðeins tveimur mínútum síðar höfðu þeir bætt við öðru marki. Það var Adolf Sveinsson sem skoraði mark Keflvíkinga á 12. mínútu, hans fjórða mark í deildinni. KA-menn bættu svo einu marki við fyrir hlé og það var svo Hreinn Hringsson sem gulltryggði sigur KA í síðari hálfleik með fjórða markinu.Keflvíkingar eru með níu stig eftir átta umferðir í deildinni og sitja í 8. sæti, stigi fyrir ofan fallsætið.
Eitt er víst að eitthvað verður að breytast í herbúðum Keflavíkur ef ekki á illa að fara í sumar og þurfa þeir að finna einhverja leið til að koma í veg fyrir að fá á sig svo mörg mörk í leikjum en þeir hafa nú fengið á sig mark í öllum leikjunum í deildinni í sumar og ekki haldið hreinu í 32 leikjum í röð í efstu deild, sem segir í raun allt sem segja þarf.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024